miðvikudagur, febrúar 25, 2004

Síðasta laugardag brá jeppadeild ásamt mottudeild V.Í.N. sér í dags ferð. Ekki var nú fjölmennt í þessari ferð engu að síður góðmennt. Þarna voru á ferðinni undirritaður Stebbi Twist í bíll með Magga Brabra á Lúxa og dró Maggi og Lúxi sleðann hans Togga sem var í Barbíinum hans Runa ásamt Jonna, var Runi með dragald með sér líka sem Ski Doo sleði í hans eigu. Eftir smá rangan misskiling mætum við heim til Togga og hófst það bið eftir stráksa og þegar Runi mætti á pleisið og ekkert bólaði á Togga var gerð skyndikönnun og kom þá í ljós að drengurinn hafði bara brugið sér í búðina. Þegar hann kom til foreldrahúsa var kerrunni með sleðann Togga komið fyrir aftan í Lúxa. Verð ég að segja að sleðinn hans Togga kom nú betur út þegar hann hékk aftan í Willy á sínum tíma. Nóg um það. Ferðinn á Gjábakkaveg gekk vel þrátt fyrir smá hálku í restina. Gjábakkavegar var auður nema fyrir utan nokkra skafla sem ekki voru okkur mikil fyrirstaða enda nánast búið að malbika þetta vegna umferðar. Þó þurfti að beita smá lagni í tveimur þeirra, ekkert til að kvarta yfir. Nokkrum sinum rákum við kerruna niður og Runi beyglaði hjálpardekkið og tók það næstum undan. Eftir að hafa mætt heilum helling af túristajeppum komum við loks upp að vörðu eða Bragarbót var þar fullt að liði. Þegar búið var að taka sleðanna af kerrunum þá þurfti Toggi strax að fara gera eitthvað við. Ekki reyndist það vera stór viðgerð né tímafrek svo menn gátu nú komið sér á stað. Vegna frosta dagana á undan og votviðris var harðfenni og svo púðurskaflar inn á milli ekkert stór mál fyrir jeppana enda svona ca 253 aðrir jeppar búnir að fara á unda okkur. Það væri líka ekki sannleiknaum sannkvæmt að halda því fram að þarna sé mikil snjór, ef einhver er þegar þetta er ritað, þó nóg til að leika bæði á jeppum og mottunum. Þetta fór þannig fram að í byrjun að Toggi og Jonni voru á sleðum meðan ég og Maggi vorum á Lúxa og Runi á sínum Barbí og fygldum við þeim á eftir þar sem þeir fóru m.a að leika sér í brekkum og giljum. Eftir smá tíma skifti ég við Jonna og fór á sleðann hans Runa og fór að leika með Togga þar sem ég afrekaði að festa færibandið einu sinni. Svo tók ég aðeins í sleðann hans Togga og Maggi fór á færibandið hans Runa. Á meðan brá Toggi á leik undir stýri á Lúxa og fór í Rallyleik á Lúxa með hjálminn og alles. Nóg um það. Aðeins seinna fékk undirritaður þann heiður að taka aðeins í Lúxa meðan Maggi var að leika. Nóg um það. Þegar við vorum komnir eitthvað áleiðis í Þjófahrauninu þá tókum við á ákvörðun að kíkja á Skjaldbreið og um leið notuðum við tækifærið og hleyptum úr belgmiklum hjólbörðum bifreiðanna. Þegar þarna var komið við sögu sat Stebbalingurinn í Barbí (ekkert nema Togaogýta) og var í honum alla leið upp á Skjaldbreið. Ferðinn upp gekk barasta nokkuð vel og ekki nema 2.þurfti að gripa til nælons. Þegar upp á topp var komið var þar fræbært útsýni en eins oft vill verða þá var kalt á topnum. Eftir að hafa aðeins leikið sér í skálinni var einhver öræfaótti farinn að gera vart við sig og ákveðið að halda sem leið lá niður á láglendið. Þarna var mér fengið það hlutverk að keyra Barbíinn ámeðan Runólfur væri á sleðanum. Ekki byrjaði það vel því ég pikkfesti Barbí í fyrsta skafli. Þessar Toyotur. Eftir að tekist hafði að losa hann var haldið sem leið lá niður. Þar lendum við fyrir aftan einhvern Tropper sem var BARA að þvælast fyrir okkur og tók Stebbalingurinn fram úr honum með tilþrifum, sem er best að lýsa ekkert hér og nú ef eigandinn skyldi lesa þetta samt ólíklegt. Hvað um það. Ferðin niður að vörðu gekk heldur tíðindalaust fyrir sig. Maður fylgdi bara förunum og ekkert mál. Þegar við komum niður að Bragarbót voru sleðarnir settir upp á kerrurnar og lagt svo aftur á stað heim með tilheyrandi uppí rekstri. Það gekk betur að komast yfir þessa 2.skafla heldur enn í fyrra skiptið. Við tók svo tíðindalaus þjóðvegaakstur. Samt fín ferð í góðu veðri það vantaði bara meiri snjó svo maður hefði getað leikið sér meira og jafnvel komist líka á skíði sem voru jú með í för. Engu að síður samt gaman.

Þakka þeim sem með fóru og þakka ég fyrir mig.
Hægt er að sjá myndir hér

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!