miðvikudagur, mars 05, 2003

Ég fór alveg í snilldar kvöldgönguferð í gær með flubbunum. Það var ekið gegnum Hveragerði að Hengladalaá innan hesthúsanna í Ölfusdal. Gengið var síðan upp Rjúpnabrekkur og um Reykjadali að Klambragili. Þegar inn í dalinn var komið var smellt sér í laugina. Sem var alveg ótrúlega góð, ætlaði valla að trúa hvursu góð laugin var þarna á þessum ársstíma. Heldur spilltu nú ekki fyrir norðurljósin sem sýndu sig á meðan við vorum lauginni, þau mættu þarna í öllum regnboganslitum........alveg snilld.

Þannig ég legg til að næst þegar VÍN-liðum langar að koma sér í bað og ganga aðeins á undan og eftir, þá mæli ég með þessu.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!