mánudagur, febrúar 10, 2003

Fjórir Ítalíu hrokkagikkir brugðu undir sig betri fætinum um liðna helgi. Ásamt þeim sem þetta skrifar voru með í för þeir Magnús frá Þverbrekku, Arnór Jarlaskáld og Vignir Heiðaráskóngurinn. Í þetta skiptið var farið norður yfir heiðar og höfuðstaður norðurlands sóttur heim. Tilefni okkar var að sjálfsögðu að skella okkur á skíði í Hlíðarfjalli. Helga frænka Magnúsar frá Þverbrekku er búsett á Akureyri þessa dagana og var að sjálfsögðu herjað á hana. Það var lagt af stað úr Reykjavík um sjöleytið og eftir að hafa hitt þá Vignir og Magnús í Mósó var ekkert til fyrirstöðu að fjósa sem leið lá til Agureyris. Ferðin norður gekk að mestu tíðindalaust það var nokkur hálka og tók að nálgast Bifröst var skautað vel í einni beygunni tókst samt Jarlaskáldinu að koma í veg fyrir harmleik með réttum viðbrögðum. Það var svo stoppað í Staðarskála og menn fengu sér eitthvað í kökuopið á meðan aðrir þurftu að losa sig við bjórinn sem innbirgður hafði verið á leiðinni. Þarna tók við mikil bið eftir skíthopparabitum og í kaupbæti fyrir biðina fékk Arnór einn aukabita sem ég át svo. Maður er alltaf að græða. Er tók að nálgast Varmaland hófst leitin að útvarp Kántrýbæ sem ekki bar árangur. Til að bæta okkur upp sáran missi þá skelltum við gömlum Radíusflugum í hjóðsnælduspilarann. Var þetta tær silld og ekkert annað. Við Arnór báðum þess ekki bætur alla helgina að hafa hlustað á þetta, öllum öðrum til leiðinda og ama. Þegar í Varmahlíð var komið þá biðu þeir Vignir og Magnús eftir okkur því ákveðið hafði verið að vera í samfloti yfir Öxnadalsheiðina. Þó ekki hafi verið mikið um ís á veginum eftir að Staðarskála sleppt var ekki sömu sögu að segja um Öxnadalsheiði. Yfir heiðina komumst við svona þokkalega heilir á húfi og óskaddaðir á sál. Við renndum svo inn í Akureyrarbæ um kl:00:30 aðfararnótt laugardagsins. Eitthvað var Vignir ekki með á hreinu hvar átti að beygja og skellti sér inn á einhvern göngustíg. Hann áttaði sig þó fljótt á mistökunum og skellt í bak húsið reyndist svo vera við næsta horn. Við komum okkur svo fyrir og bílstjórar opnuðu bjóra. Ekki var mikið drukkið þetta kvöldið heldur farið snemma til rekkju enda átti að skíða eins og óðir menn næsta dag. Um klukkan 09:00 á laugardagsmorgninum fóru símar ferðalanga að góla hver á fætur öðrum. Það var hringt upp í fjall og þar var okku tjáð að vegna hvassviðris væri ekki hægt að opna nýjar upplýsingar kæmu um 09:30 því var barasta kúrað til 09:42 og tékkað aftur á fjallinu og þá átti að opna kl:10:00. Menn fóru nú á lappir og í Bakaríið við Brúna, fínasta bakarí það. Eftir morgunmat og morgunæfingar var ekkert til fyrirstöðu að koma sér í fjallið, eða hvað. Þar sem Helga frænka er bíllaus þá þurfti að fara á nokkra staði áður en hægt var að koma sér í fjallið. Þetta kom sér reyndar ágætlega fyrir okkur hina líka. Magnús hafði gleymt sokkum í Þverbrekkunni og því gat hann notað tækifærið, þegar Helga frænka sótti skíðin sín og brettið sitt, til að versla sokka. Eftir þetta lá leið okkar í ríkið. Þarna var undirritaður að koma í fyrsta skiptið. Ekki gerðist vaður svo frægur að versla neitt þarna, í þetta skiptið a.m.k., sömu sögu verður ekki sagt um Arnór, Magnús og Helgu frænku öll keyptu þau bjór. Nú loks var hægt að koma sér upp í fjall. Við renndum á planið í Hlíðarfjalli um kl:11:23. Það var hafist handa við að koma sér í skóna og allt sem því tilheyrir. Eftir að hafa verslað sér dagskort fyrir heilar 1400 ísl.kr var komið sér í Fjarkann og upp. Þegar við vorum komnir upp var búið að loka Strompinum eða Strýtunni. Þá var ekkert annað í stöðunni nema renna sér í flatanum við Fjarkann. Það var líka prufað að fara vinstra meginn við Fjarkann og renna sér þar í einhverju gili. Var það ágætt þó var alveg skelfilegt færi ef maður fór ekki alveg á réttum stöðum. Þarna var hægt að hoppa aðeins og hafa gaman. Það kom svo að því að hungur fór að sækja að okkur þá var brugðið á það ráð að fara í veitingaskálann sem er upp við Strýtuna. Þar var boðið upp á heita samloku á 90sek og fyrir þetta þurfti að reiða fram 400 ísl.kr. Okkur til gríðarlegar skelfingar þá hafa þeir ekki á boðstólnum Grappa. Þó kom einhver sposkur svipur á afgreiðslustelpuna þegar ég spurði um Grappa. Eftir þetta vorum við endurnærðir og renndum okkur beint niður í bílanna því þar beið okkur bjór. Eftir bjórinn vorum við komnir í kunnulegan fíling og orðnir hæfilega mjúkir. Fljótlega eftir matinn þá var opnað upp í Strýtu og var farið hið snarasta upp. Fyrsta ferðin var frekar hart í brekkunni og kögglar, þetta var ekki ósvipað eins og fara gróft þvottabretta með 30psi í dekkjunum. Þetta breytist þó eftir því sem fleiri fóru Strýtuna. Svo fórum við vinstra megin við T-lyftuna þar var ótroðið og skel yfir sem átti það til að brotna. Þar tók ég byltu dagsins og þó ég segji sjálfur frá nokkuð góða missi bæði skíðin og annað stengur upp úr. Það verður þó að teljast gleðiefni að ég týndi ekki öðru skíðinu þarna. Þegar niður var komið þá gekk drengur einn upp að mér og heilsaði með nafni. ekki var ég alveg að kveikja á perunni hver þetta væri. Þarna var á ferðinni enginn annar heldur enn Jónas Páll gamall félagi sem maður skíðaði mikið með á æsku og unglingsárum m.a í Austurríki. Við heldum svo áfram að skíða og vorum að til 16:44 þó hafði Arnór farið hálftíma fyrr úr fjallinu til þess að verða sér úti um sundskýlu. Við fórum svo beint úr fjallinu í sund. Undirritaður þurfti að fara í skíðaklossunum niður því Arnór hafði tekið skóna með sér til byggða. Þetta bjargaðist þó, hann hitti okkur svo á bílastæðinu fyrir utan sundhöllina þar sem maður gat haft skóskipti. Þarna í sundi var aðallega verið í heitu pottunum þó var eimbaðið heimsótt. Að sjálfsögðu gerðum við okkur svo ferð í rennibrautina og var það hin prýðisgóða skemmtun. Eftir sundið var farið ,,heim´´ og nú var byrjað að teiga bjór í miklum vís. Það var ákveðið að fara á Greifann að borða og svo beint niður í bæ. Við pöntuðum borð fyrir 5 á Greifanum kl:20:45 undir nafni mínu sem er á svona stundum að sjálfsögðu Stebbi Twist. Við komum svo á Greifann ekki nema korteri of seint, sem verður að teljast þokkalegur tímaárangur. Þar var étið og drukkið. Er við höfðum lokið við að borða og allt sem því tilheyrir var ekkert til fyrirstöðu að arka niður í bæ. Er við komum á Sjallann þá fór Helga í miklar samningaviðræður við einhvern sem endaði með því að Pálmi Gunnarsson var kominn í málið enda vorum við að kaupa miða í forsölu á Mannakorn. Þetta var frekar spaugilegt þegar Helga var þarna að bulla í símann og veður lengi í minnum haft. Næst lá leið okkar á Kaffi Agureyris ekki var þar mikið um manninn þegar við komum á svæðið það átti þó eftir að breytast. Fólk fór að koma inn um og eftir miðnætti. Þarna kom og settist á borðið hjá sjálfur heilbrigðisráðherra Jón Kristjáns og hann þáði hjá okkur President snuff. Já, sjálfur ráðherra heilbrigðismála tók hjá okkur ólöglegt tóbak í nösina. Þarna var líka á Kaffi Agureyris eyfirskar blómarósir og ég komst að því að þær eru ekki illa haldnar af öræfaótta sem verður að teljast kostur. Eftir Kaffi Agureyris fórum við á Sjallann og þar vorum við V.Í.N og framsóknarflokkurinn. Ekki góð blanda það. Ekki tókst mér að finna framara þarna sem tókst að sannfæra mig að kjósa X-B þann 10.maí n.k. Þarna var ennþá meiri bjór innbirgður og þegar leið á kvöldið förum við aftur á Kaffi Agureyris. Maður skellti sér beint á dansgólfið og tjúttaði sem óður maður alveg þanngað til að einhver kveikti ljósin og sagði ,,Partýið er búið´´. Eftir snæðing og að Vignir hafði tilkynnt um glatað kort var haldið heim á leið. Við komust að því að enginn var með lykill og ekki tókst okkur að ná sambandi við Helgu. Þá höfust miklar pælingar hvernig væri hægt að klifra inn og Arnór reyndi að koma sér inn um glugga sem var á 20 cm rifa. Þess má til gamans geta að honum tókst það ekki. Magnús reddaði málunum með að hringja í einhver í blokkinni og vekja sem opnaði fyrir okkur og það sem meira er opnaði fyrir okkur íbúðina. Þegar við vöknuðum svo á sunnudagsmorgninum þá komust við því að lokað var í Hlíðarfjalli og ekki stæði til að opna því var bara hladið áfram að sofa. Eftir að hafa horft á Man Utd og Man City var farið að pakka niður, eftir að hafa sporrennt djúpsteiktri pylsu með osti var rúllað í bæinn. Ferðin suður gekk vel og engin var nú ófærðin. Við komum svo í bæinn um 20:08. Þar lauk upphitunarferð okkar fyrir menningarferðina til Agureyris 13-16. mars n.k

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!